19. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 15:21


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:29
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 15:21
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:21
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:21
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:21
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:21
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:21

JónG yfirgaf fundinn kl.15:40
KLM boðaði forföll.
BVG var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:22
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 272. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 15:25
Á fund nefndarinnar komu Andrés Magnússon og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Almar Guðmundsson og Páll Rúnar Mikaelsson frá Félagi atvinnurekenda og Gunnar Þór Gíslason frá Matfugli ehf. og Eggert Gíslason frá Mata hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 128. mál - skipan ferðamála Kl. 16:37
Á fund nefndarinnar kom Þórður Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gesturinn svaraði spurningum nefndarmanna um þingmálið.

4) 363. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 17:20
Málið var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

5) 390. mál - lax- og silungsveiði Kl. 17:25
Á fund nefndarinnar komu Ingimar Jóhannsson og Sigríður Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga. Gestirnir kynntu nefndinni efni þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

6) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 17:57
Nefndin ræddi málið

7) Önnur mál. Kl. 17:59
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:59