23. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 09:10


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:10
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:14
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:10
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:40
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:10
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:10

BVG og JónG voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 12:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðadrögin voru samþykkt.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu Aagot V. Óskarsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til tiltekinna hluta þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Byggingarreglugerð, ákvæði til bráðabirgða. Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar komu Hallmar Sigurðsson og Sigríður Ólafsdóttir frá Arkitektafélagi Íslands, Gísli Örn Bjarnhéðinsson og Guðrún Ingvarsdóttir frá Búseta hsf. og Friðrik Ág. Ólafsson, Árni Jóhannsson og Orri Hauksson frá Samtökum iðnaðarins. Gestirnir kynntu nefndinni áhrif óbreytts ákvæðis til bráðabirgða við byggingarreglugerð nr. 112/2012 og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Eftirfarandi gögn voru lögð fram:
Erindi Búseta hsf. til atvinnuveganefnar.
Glæra "stefnumörkun sveitarfélaga".
Skýrsla "Mat á kostnaðaráhrifum byggingarreglugerðar nr. 112/2012".

4) 272. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 12:00
Nefndin ræddi málið.

Fundi slitið kl. 12:05