28. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 09:39


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:39
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:39

KLM og JRG boðuðu forföll.
BVG, JónG, ÓÞ, SIJ og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:39
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar.

2) 448. mál - búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Blöndal, Jóhann Sigfússon og Haraldur Benediktsson frá Bændasamtökum Íslands, Árni Snæbjörnsson frá Bjargráðasjóði, Sigurður Eyþórsson og Þórarinn Ingi Pétursson frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Sigurður Loftsson og Baldur H. Benjamínsson frá Landssambandi kúabænda. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 272. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 10:28
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál. Kl. 10:29
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:29