29. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. desember 2012 kl. 13:12


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 13:12
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 13:19
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 13:12
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:12
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 13:12
Þór Saari (ÞSa), kl. 13:12
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir BVG, kl. 13:29

JRG og ÓÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:43
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 27. og 28. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 272. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 13:13
Nefndin ræddi málið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. EKG, JónG, SIJ og ÞSa studdu tillöguna með fyrirvara.

3) 448. mál - búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum Kl. 13:31
Á fund nefndarinnar kom Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sigurgeir kynnti nefndinni hugmynd um breytingu á þingmálinu og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Nefndin ræddi málið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. EKG, JónG, SIJ og ÞSa studdu tillöguna með fyrirvara.

4) Önnur mál. Kl. 13:43
Nefndin ræddi ósk SIJ, EKG og JónG um sameiginlegan fund með umhverfis- og samgöngunefnd um 89. mál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun).
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:52