30. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herbergi Skála, mánudaginn 17. desember 2012 kl. 12:49


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 12:49
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir BVG, kl. 12:49
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir EKG, kl. 12:49
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:49
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir JRG, kl. 12:49
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 12:49

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 12:49
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 502. mál - ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 12:49
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til 14. janúar 2013. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að JRG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) Önnur mál. Kl. 12:50
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:50