35. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. janúar 2013 kl. 10:36


Mættir:

Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE) fyrir BVG, kl. 10:36
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:36
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 10:36
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:36
Logi Már Einarsson (LME), kl. 10:36
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir LRM, kl. 10:36
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:42
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:36

ÞSa boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:57
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 31.-34. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:37
Fyrir fundinn voru lögð drög að umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli umsagnardraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JRG, LME, ALE, SIJ, ÓGunn og ÓÞ. SIJ samþykkti tillöguna með fyrirvara. ÞSa hafði upplýst fyrir fundinn að hann væri fylgjandi samþykkt tillögunnar með fyrirvara.

3) 447. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:56
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sett í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

4) 417. mál - skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins Kl. 10:56
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sett í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 10:56
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:58