38. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2013 kl. 09:07


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:23
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:07
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:07
Logi Már Einarsson (LME), kl. 09:07
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:07
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:16
Valgeir Skagfjörð (VSk), kl. 09:07

EKG boðaði forföll.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 11:49
Málið var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

2) 282. mál - búfjárhald Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Elías Blöndal Guðjónsson og Ólafur Dýrmundsson frá Bændasamtökum Íslands, Birkir Snær Fannarsson, Andrés Arnalds og Sveinn Runólfsson frá Landgræðslu ríkisins, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Sigvaldi Ásgeirsson frá Skógrækt ríkisins, Runólfur Ólafsson og Stefán Ásgrímsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Ólafur Egilsson og Snædís Gunnlaugsdóttir aðstandendur heimildarmyndarinnar "Fjallkonan hrópar á vægð". Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 282. mál - búfjárhald Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar kom Svava S. Steinarsdóttir frá Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa. Svava kynnti nefndinni afstöðu tíl málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál. Kl. 11:47
Nefndin ræddi stuttlega um mögulega dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:49