39. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. janúar 2013 kl. 08:40


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:45
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:40
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:40
Logi Már Einarsson (LME), kl. 08:40
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:49
Valgeir Skagfjörð (VSk), kl. 08:40

BVG og ÓÞ boðuðu forföll.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:23
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 36.-38. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 283. mál - velferð dýra Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun, Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga og Guðbjörg H. Jóhannesdóttir frá Æðarræktarfélagi Íslands. Þá var Stefán Bogi Sveinsson gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningun nefndarmanna.

3) 52. mál - rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar kom Valdimar Össurarson frá Valorku ehf. Valdimar kynnti nefndinni afstöðu til þingmálsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 10:23
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:24