42. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 08:37


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:40
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:37
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:37
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:11
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:37
Logi Már Einarsson (LME), kl. 08:37
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:37
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:37

SIJ boðaði forföll.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:31
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 417. mál - skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Arnór Snæbjörnsson og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:37
Á fund nefndarinnar komu Arnór Snæbjörnsson, Jóhann Guðmundsson og Ingvi Már Pálsson. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
EKG og JónG lögðu fram tillögu um að sérfræðingum yrði falið að leggja mat á afleiðingar samþykktar frumvarpsins.
LRM lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu tillögu EKG og JónG til næsta fundar.
Tillaga LRM var samþykkt.

4) 502. mál - ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 10:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum BVG, LRM, ÓÞ og LME. JRG hafði tilkynnt að hún mundi rita undir álitið sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsregla fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál. Kl. 10:31
Nefndin ræddi mögulega dagskrá næstu funda.

Fundi slitið kl. 10:31