57. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 19:13


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 19:13
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 19:13
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 19:13
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 19:21
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:13
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 19:13

BVG, ÓÞ og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 632. mál - kísilver í landi Bakka Kl. 19:13
Á fund nefndarinnar kom Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni. Þá var Þórður Hilmarsson frá Íslandsstofu gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) 282. mál - búfjárhald Kl. 19:54
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. EKG, JónG og SIJ samþykktu tillöguna með fyrirvara.

3) Önnur mál. Kl. 20:03
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 20:03