10. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, föstudaginn 21. júní 2013 kl. 08:16


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:16
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:16
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:16
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:16
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:16
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:16
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir KLM, kl. 08:50
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:16
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:16

HarB boðaði forföll.
SII sat fundinn í forföllum KLM. Hún yfirgaf fundinn kl. 10:14

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) 15. mál - veiðigjöld Kl. 08:16
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Hjálmarsson og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands, Indriði H. Þorláksson og Friðrik Már Baldursson. Þá var Jón Steinsson gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

Nefndin ræddi málið.

LRM og SII lögðu eftirfarandi bókun fram:
„Undirritaðar gjalda varhug við því að einstaklingar sem standa að undirskriftarsöfnunum um frumvörp sem Alþingi hefur til umfjöllunar séu kallaðir fyrir þingnefndir nema þeir óski eftir því sjálfir.
Virða ber þau mannréttindi að einstaklingar fari fram með undarskriftalista og Alþingi verður að gæta þess að beita almenna borgara ekki óeðlilegum þrýstingi.“

JÞÓ lagði eftirfarandi bókun fram:
„Með hliðsjón að grunnstefna Pírata sem segir að:
- Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá, og efla þurfi því beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
- Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Áheyrnarfulltrúi Pírata í atvinnuveganefnd óskaði þess að nefndin biði forsvarsmanni undirskrifarsöfnunar um „Óbreytt veiðigjald“ að koma fyrir nefndina. Tilgangur óskarinnar var að gera umræðu um beint lýðræði meira gildandi við vinnslu lagafrumvarpsins á því stigi.
Lilja Rafney og Sigríður Ingibjörg lögðu fram bókun þess efnis að varlega skyldi farið við að kalla fólk fyrir nefndina sem er að nýta réttindi sín með því að safna undirskriftum því það gæti fælt fólk frá því að fara af stað með slíkar safnannir.
Með hliðsjón af grunnstefnu Pírata:
- Þurfa fyrri ákvarðanir Pírata alltaf að geta sætt endurskoðun.
Spurningin er hvort hætta á því að fólk hræðist frá því að hefja undirskriftasafnannir vegna þess að slíkt kann að kalla á að því verði boðið á nefndarfundi eigi að vega þyngra en tækifæri til að auka beint lýðræði við vinnslu lagafrumvarpa.“

2) Önnur mál. Kl. 10:51
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 6.-9. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:51