16. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 08:57


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:58
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:58
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:58
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 08:58
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:13
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:58
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:58
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:58

KLM var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:58
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 12, 13. og 15. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Tillaga um að 3. dagskrárliður verði opinn fréttamönnum sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapa. Kl. 08:59
Lögð var fram tillaga um að 3. dagskrárliður yrði opinn fréttamönnum sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapa. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 15. mál - veiðigjöld Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Friðrik J. Arngrímsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Birkir Leósson og Reynir Jónsson frá Deloitte ehf. Friðrik og Sveinn kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál. Kl. 10:24
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:25