15. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 08:22


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:22
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:22
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 08:22
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:22
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:22
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) fyrir KLM, kl. 08:22
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:22
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:22
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:22

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:17
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 15. mál - veiðigjöld Kl. 08:22
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Arnór Snæbjörnsson, Hinrik Greipsson og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Ólafur Hjálmarsson og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisskattstjóra. Ólafur Darri kynnti nefndinni afstöðu til þingmálsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Aðrir gestir kynntu nefndinni upplýsingaöflun o.fl. samkvæmt lögum um veiðigjöld og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál. Kl. 10:17
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:17