17. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 12:36


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 12:36
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 12:36
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:36
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 12:36
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 12:36
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 12:36
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 12:36
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:36
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 12:36
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 12:36

KaJúl mætti fyrir KLM.
BVG mætti fyrir LRM.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 12:36
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 16. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 15. mál - veiðigjöld Kl. 12:36
Nefndin ræddi málið.
Lögð voru fram drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JónG, HarB, ÁsF, PJP, ÞorS og ÞórE.

JÞÓ lagði eftirfarandi bókun fram:
„Ég óska eftir að nefndin haldi áfram umræðu um málið og að fundir hennar um það verði hér eftir opnir fjölmiðlum sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapalaga. Hugmyndin að baki efni 2. mgr. 19. gr. þinskapalaga var að gestafundir ættu að vera opnir fjölmiðlum. Ég óska eftir upplýstari umræðu. Ég óska einnig eftir því að við sköpum forseta Íslands svigrúm til að koma til landsins enda fer hann með hluta af lagasetningarvaldinu.“

BVG lagði eftirfarandi bókun fram:
„Ég óska eftir því að afgreiðslu málsins verði frestað um einn sólarhring og minni hlutanum verði gefið færi á að kynna nefndinni hugmynd að tillögu til breytingar á málinu.“

KaJúl lagði eftirfarandi bókun fram:
„Ég vek athygli á að mótsögn felst í því að nefndarformaður gagnrýnir takmarkaðar umræður um fiskveiðistjórnarmál á síðustu löggjafarþingum en takmarkar sjálfur umræður um málið við þetta tilefni.“

3) Önnur mál. Kl. 13:31
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:31