7. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 15:41


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:41
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 15:41
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 15:41
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:41
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:41
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:41
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 15:41

BjÓ yfirgaf fundinn kl. 16:41

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 19:00
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 5. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 15. mál - veiðigjöld Kl. 15:41
Á fund nefndarinnar komu Arnór Snæbjörnsson, Hinrik Greipsson og Brynhildur Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jens Garðar Helgason frá Fjarðabyggð. Þá var Hjalti Þór Vignisson frá sveitarfélaginu Hornafirði gestur nefndarinnar í gegnum síma. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Jens Garðar og Hjalti kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 18:32
Fyrir fundinn voru lögð drög að umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um þingmálið. Lögð var fram tillaga að nefndin afgreiddi umsögnina frá sér á grundvelli draganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JónG, PJP, HarB, ÞórE, ÞorS og ÁsF.

4) 3. mál - stjórn fiskveiða Kl. 18:40
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JónG, LRM, PJP, HarB, ÞórE, ÞorS, ÁsF og KLM. LRM og KLM settu fyrirvara við afgreiðslu málsins.

5) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 18:45
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum JónG, PJP, HarB, ÞórE, ÞorS, ÁsF og KLM. KLM setti fyrirvara við afgreiðslu málsins.

6) Önnur mál. Kl. 19:00
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 19:00