4. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir atvinnuveganefndar á 143. þingi Kl. 09:00
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) 16. mál - Landsvirkjun Kl. 09:05
BjÓ var valin framsögumaður málsins.
Samþykkt að senda málið til umsagnar.
Frestur til að skila umsögn tvær vikur.

3) 14. mál - hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum Kl. 09:10
Sama mál frá 142. löggjafarþingi (44. mál) var sent til umsagnar í lok september sl. Samþykkt að gefa sömu aðilum og þá voru beðnir um umsögn tækifæri til að bæta við eða skila hafi þeir ekki þegar skilað umsögn.

4) 107. mál - átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu Kl. 09:10
LRM var valin framsögumaður málsins.
Samþykkt að senda málið til umsagnar.
Frestur til að skila umsögn ákveðinn þrjár vikur.

5) 106. mál - raforkustrengur til Evrópu Kl. 09:15
Vísað var til 59. máls, skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu sem var lögð fyrir þingið af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Samþykkt var að fjalla um þessa tillögu um raforkustreng til Evrópu samhliða umfjöllun um skýrsluna.

6) Önnur mál. Kl. 09:20
BjÓ spurði um hvenær frv. til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld kæmi fyrir þingið. Lagði áherslu á að atvinnuveganefnd yrði sem mest upplýst um málið á vinnslustigi, þannig ynnust mál betur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20