8. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

KLM boðaði forföll.
JÞÓ og ÞorS voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á fundagátt. Kl. 09:00
Hildur Eva Sigurðardóttir nefndarritari kynnti notkun á fundagátt fyrir nefndarmönnum.

3) Stærðarmörk smábáta. Kl. 09:20
Farið var yfir reglur um stærðarmörk smábáta. Á fund nefndarinnar komu Geir Þór Geirsson, Kristinn Ingólfsson og Ólafur J. Briem frá Samgöngustofu.

4) 146. mál - síldarútvegsnefnd og sjóðir í þágu síldarútvegsins Kl. 10:00
Málið var afgreitt frá nefndinni.
Undir nefndarálit skrifa allir viðstaddir nefndarmenn: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, PJP, ÞórE.

5) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10