13. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 15:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:50
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 15:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) fyrir KLM, kl. 15:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir LRM, kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 15:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:00
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) 178. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 15:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Westergren, Birgi Bjorn Sigurjónsson, Björn Blöndal, Dag B. Eggertsson, Ebbu Schram, Eirík Hjálmarsson og Sóleyju Tómasdóttur fyrir hönd eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur.

3) 138. mál - jöfnun á flutningskostnaði olíuvara Kl. 15:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Torfa Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Gunnlaug Kristinsson frá GK endurskoðun ehf. og Einar Örn Ólafsson og Ólaf H. Jónsson frá Skeljungi hf.

4) 59. mál - raforkustrengur til Evrópu Kl. 16:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Björgvin Skúla Sigurðsson og Hörð Arnarson frá Landsvirkjun.

5) Önnur mál. Kl. 17:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15