14. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2013 kl. 09:40


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:40
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:40
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:40
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:40
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:40

HarB og BjÓ boðuðu forföll.
JÞÓ var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:40
Fundargerðir 12. og 13. fundar voru samþykktar.

2) 140. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingunni Agnes Kro og Lúðvík Björgvinsson frá Skeljungi hf.

3) 139. mál - dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim Kl. 10:20
Formaður dreifði nefndarálit.
Málið var afgreitt frá nefndinni án breytinga.
Undir álitið rita allir viðstaddir nefndarmenn: JónG, LRM, ÁsF, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

4) 138. mál - jöfnun á flutningskostnaði olíuvara Kl. 10:30
Formaður dreifði nefndaráliti.
Afgreiðslu málsins var frestað.

5) Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, lög nr. 40/2013 Kl. 10:35
Ákveðið var að nefndin flytti frumvarp til breytinga á lögunum.

6) Önnur mál. Kl. 10:45
KLM ræddi um aðgerðir vegna síldar í Kolgrafarfirði.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15