16. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 29. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

BjÓ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÁsF boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Frestað var að taka fundargerð til samþykktar.

2) 153. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kolbein Árnason frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Ólaf Marteinsson frá Ramma hf.

3) 137. mál - tollalög Kl. 09:50
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu.
Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, LRM, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

4) 138. mál - jöfnun á flutningskostnaði olíuvara Kl. 10:00
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu.
Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, LRM, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.

5) 178. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 10:10
Málið var afgreitt óbreytt frá nefndinni.
Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, LRM (með fyrirvara), KLM, PJP, ÞorS, ÞórE.
LRM óskaði eftir að bókað yrði að hún, 1. varaformaður nefndarinnar, ritaði undir nefndarálit um frumvarpið með fyrirvara. Hún kvaðst telja að hvorki raforkulögin né sú Evóputilskipun sem þau byggjast á taki mið af íslenskum raunveruleika þar sem í raun sé ekki virkur samkeppnismarkaður hér á landi. Því hefðu Íslendingar ekki þurft að uppfylla kröfur tilskipunarinnar á sínum tíma og hefðu átt að sækja um undanþágu vegna aðstæðna hér á landi.
Bókhaldslegan aðskilnað hefði mátt framkvæma án þess að gengið væri alla leið með uppskiptingu orkufyrirtækja.
Þar sem önnur orkufyrirtæki í landinu hefðu nú þegar uppfyllt kröfur tilskipunarinnar um aðskilnað framleiðslu og dreifingu orku hefði krafa um uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur legið fyrir lengi.
Hún kvaðst telja mjög mikilvægt að þessi aðgerð hefði ekki áhrif á fjárhagslega framtíð Orkuveitu Reykjavíkur og lánshæfi hennar og kjör hjá lánadrottnum. Atvinnuvegnefnd hefur verið upplýst um af lögfræðingi Orkuveitu Reykjavíkur að þá mætti aðgerðin ekki valda fjárhagslegri óvissu. Benti hún á að eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið mjög gagnrýnin á uppskiptingu fyrirtækisins.

6) Önnur mál. Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00