20. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2013 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÞórE, kl. 09:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:35

WÞÞ vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Frestað var að taka fundargerðir fyrir.

2) 210. mál - velferð dýra Kl. 09:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Halldór Runólfsson og Rebekku Hilmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sindra Sigurgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Sif Traustadóttur frá Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gíslason og Sigurborgu Daðadóttur frá Matvælastofnun.

3) 178. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 11:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið að nýju eftir 2. umræðu þess í þinginum. Á fundinn kom Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 140. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ríkharð Brynólfsson sem starfar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

5) 211. mál - efling skógræktar sem atvinnuvegar Kl. 11:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar. Nefndarritari sendir nefndarmönnum lista sem þeir geta bætt á.

6) Önnur mál. Kl. 11:55
LRM óskaði eftir því að bókað yrði að hún óskaði eftir því að Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Íslands skilaði nefndinni umsögn um mál 210 (velferð dýra).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00