25. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. desember 2013 kl. 13:49


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:49
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 13:49
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:49
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 13:49
Kristján L. Möller (KLM), kl. 13:49
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:49

Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson, Þórunn Egilsdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:49
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

2) 153. mál - stjórn fiskveiða Kl. 13:50
Samþykkt var að óskað yrði eftir áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands á máli 153, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (hlutdeildarsetning úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes. Nefndarmönnum var í gær send tillaga að orðalagi beiðnar nefndarinnar til Lagastofnunar.

3) Önnur mál. Kl. 13:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:51