26. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. janúar 2014 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Björt Ólafsdóttir boðaði forföll.
Páll Jóhann Pálsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Norðurál Kl. 09:30
Á fundinn komu Ágúst Hafberg, Michael Bless og Ragnar Guðmundsson frá Norðuráli. Fjallað var um starfsemi fyrirtækisins hér á landi, einkum stöðuna í Helguvík.

2) 237. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 11:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 235. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 11:25
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 256. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017 Kl. 11:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Torfa Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) 198. mál - lax- og silungsveiði Kl. 11:50
Formaður dreifði nefndaráliti.
Málið var afgreitt frá nefndinni. Eftirtaldir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit: JónG, LRM, HarB, ÁsF, KLM (með fyrirvara), ÞorS, ÞórE.

6) Önnur mál. Kl. 11:55
KLM spurðist fyrir um hvort kalla ætti forsvarsmenn orkufyrirtækja á fund nefndarinnar og kvaðs formaður opinn fyrir því.

Fundi slitið kl. 12:00