30. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir PJP, kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson boðaði forföll og Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 237. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Julius Jónsson frá HS Veitum, Tryggva Þór Haraldsson frá RARIK, Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku, Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.

2) Fundargerð. Kl. 10:05
Fundargerðir 26. - 29. fundar voru samþykktar.

3) 235. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jakob Björnsson fyrir hönd orkuráðs.

4) 153. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helga Áss Grétarsson frá Lagastofnun Háskóla Íslands.

5) Önnur mál. Kl. 11:45
KLM stakk upp á að nefndin fengi á sinn fund fulltrúa frá Brim hf. vegna fregna um flutning á starfsemi tveggja skipa til Grænlands, en aðeins ef félagið væri tilbúið til að sýna nefndinni tölur úr bókhaldi sínu hvað þetta varðar.

Fundi slitið kl. 12:00