32. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 15:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 15:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir PJP, kl. 15:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ÞórE, kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Jón Gunnarsson og Kristján L. Moller voru fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:00
Fundargerð 31. fundar var staðfest.

2) 256. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017 Kl. 15:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga (hann tók þátt í fundinum gegnum síma), Gunnar Þorgeirsson og Þorvarð Hjaltason frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga og Aðalstein Óskarsson, Einar Kristinn Jónsson, Ómar Má Jónsson og Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga (Aðalsteinn og Omar tóku þátt í fundinum gegnum síma).

3) 187. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 17:00
Rætt var um málið í nefndinni.

4) Önnur mál. Kl. 17:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05