50. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:15
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 319. mál - fiskeldi Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðna Magnús Eiríksson og Sigurjón Ingvarsson frá Fiskistofu, Aðalstein Óskarsson og Albertínu F. Elíasdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfjarða (símafundur), Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigurð Guðjónsson frá Veiðimálastofnun.

3) 375. mál - smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi Kl. 10:40
Málið var afgreitt frá nefndinni. Allir mættir nefndarmenn rita undir nefndarálit.

4) Önnur mál. Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50