4. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. október 2014 kl. 08:15


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:15
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:15
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:15
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:15
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 08:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Þingmálaskrá 144. löggjafarþings Kl. 08:30
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti þingmálaskrá síns ráðuneytis fyrir nefndinni. Á fundinn komu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingvar Pétur Guðmundsson, Ingvi Már Pálsson og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

2) 154. mál - vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu Kl. 08:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 28. okt. nk.

3) 99. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja Kl. 08:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 24. okt. nk.

4) 98. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 08:15
Þorsteinn Sæmundsson var valinn framsögumaður málsins.

5) 9. mál - þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi Kl. 08:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 28. okt. nk.

6) 10. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 08:20
Kristján L. Moller var valinn framsögumaður málsins.

7) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 08:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 28. okt. nk.

8) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 08:20
Ásmundur Friðriksson var valinn framsögumaður málsins.

9) Kl. 9:45 Heimsókn til Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4. Kl. 09:45
Hlé var gert á fundinum milli kl. 9:10 og 9:45.
Kl. 9:45 kynnti nefndin sér starfsemi Hafrannsóknarstofnunar í húsakynnum hennar.
Á móti nefndinni tóku Jóhann Sigurjónsson, Björn Ævarr Steinarsson, Jónas P. Jónasson, Ólafur S. Ástþórsson, Sólmundur Már Jónsson og Steinunn Hilma Ólafsdóttir.

10) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00