10. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:05

Kristján Möller og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Fundargerði 8. og 9. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð (ESB) nr. 210/2013 um samþykki spíruframleiðenda Kl. 09:05
Afgreitt var frá nefndinni álit til utanríkismálanefndar um framangreinda reglugerð. Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, ÞórE.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:10
Afgreitt var frá nefndinni álit til utanríkismálanefndar um gerðir Evrópusambandsins sem varða innri raforkumarkað. Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, ÞórE.

4) 10. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 09:15
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu.
Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, ÞórE.
KLM, PJP og ÞorS rita einnig undir nefndarálit með heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna þingnefnda. Ekki voru hreyfð andmæli við því.

5) Önnur mál. Kl. 09:20
JÞÓ vísaði til þingmáls 16 og óskaði eftir að það yrði tekið fyrir hjá nefndinni.
LRM óskaði eftir því að óskað yrði eftir umsögn um mál 244 frá umhverfis- og samgöngunefnd.

6) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:30
Á fundinn komu Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfisráðuneyti og kynntu málið fyrir nefndinni.

Fundi slitið kl. 10:10