8. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson og Kristján L. Moller voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 09:30
Á fundinn komu Ingvi Már Pálsson og Þórður Reynisson og kynntu málið fyrir nefndinni.

3) 9. mál - þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi Kl. 09:15
Á fundinn komu Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

4) 99. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja Kl. 09:00
Á fundinn komu Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

5) 98. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 10:10
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: JónG, SJS, ÁsF, BjÓ, PJP, ÞorS, AME.

6) 10. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 10:15
Fyrirtöku málsins var frestað.

7) Önnur mál. Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15