17. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) Staða smábátaútgerðar í Strandabyggð Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fnd Andreu Kristínu Jónsdóttur og Jón Gísla Jónsson frá Strandabyggð og var fjallað um málefni byggðarinnar.

3) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Skúla Thoroddsen og Guðna A. Jóhannesson frá Orkustofnun, Ottó Björgvin Óskarsson og Rut Kristinsdóttur frá Skipulagsstofnun, Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur frá Umhverfisstofnun, Þröst Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins (símafundur), Lárus Vilhjálmsson frá Framtíðarlandinu, Helgu Tryggvadóttur og Pálínu Axelsdóttur Njarðvík frá Sól á Suðurlandi, Önnu Sigríði Valdimarsdóttur og Auði Gróu Valdimarsdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Odd Bjarnason frá veiðifélagi Þjórsár, Guðmund Inga Guðbrandsson og David Ostman frá Landvernd og Þóru Ellen Þórhallsdóttur.

4) 305. mál - raforkulög Kl. 11:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar og veita tveggja vikna frest til að skila umsögn.

5) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 11:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar og veita tveggja vikna frest til að skila umsögn.

6) Önnur mál. Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15