20. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:40
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson, Páll Jóhann Pálsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 17. og 18. fundar voru samþykktar.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Erla Sigríður Gestsdóttir og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti kynntu málið fyrir nefndinni.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:20
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Erla Sigríður Gestsdóttir og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti kynntu málið fyrir nefndinni.

4) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 14:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Svanfríði Jónasdóttur sem var formaður rammaáætlunar í 2. áfanga, eftirfarandi fulltrúa frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Einar Bjarnason, Meike Witt, Kristófer Tómasson, Björgvin Skafti Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson og þau Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Sigríði Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

5) 9. mál - þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðna A. Jóhannesson og Þórarin Svein Arnarson frá Orkustofnun og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins.

6) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40