21. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Ásmundur Friðriksson, Kristján L. Moller og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Skúla Skúlason sem sat í einum faghópa verkefnisstjórnar.

2) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Margréti Sæmundsdóttur og Þórð Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 154. mál - vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Eygló Sif Sigfúsdóttur og Margréti Hjálmarsdóttur frá Einkaleyfastofunni.

4) 98. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 11:20
Málið var afgreitt frá nefndinni til þriðju umræðu með breytingartillögu og undir nefndarálit rita allir mættir nefndarmenn: JónG, LRM, HarB, BjÓ, ÞorS, ÞórE.

5) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 11:20
Rætt var um málið.

6) Önnur mál. Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30