23. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. nóvember 2014 kl. 15:15


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 15:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 15:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 15:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:30
Fundargerðir 17.-20. fundar voru samþykktar.

2) 99. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja Kl. 15:35
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit og breytingartillögu rita allir mættir nefndarmenn: JónG, ÞorS, LRM, ÁsF, BjÓ, KLM (með fyrirvara) og PJP.

3) 9. mál - þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi Kl. 15:40
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit og breytingartillögu rita allir mættir nefndarmenn: JónG, ÞorS, LRM, ÁsF, BjÓ, KLM og PJP.

4) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 15:45
Rætt var um málið.

5) Frumvarp nefndar um framlengingu laga nr. 41/2013. Kl. 15:50
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að flytja frumvarp um framlengingu á gildstíma laga nr. 41/2013 um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.
Að frumvarpinu standa: JónG, LRM, HarB, ÁsF, KLM, PJP, ÞorS og ÞórE.

6) Önnur mál. Kl. 15:55
Nokkur mál voru send til umsagnar:
126. mál - Nýting eyðijarða í ríkiseigu.
96. mál - Stofnun áburðarverksmiðju.
123. mál - Bætt starfsumhverfi erlendra sérfræðinga.
40. mál - Skipan ferðamála (ferðaþjónustureikningar).

Fundi slitið kl. 16:00