35. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. janúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:35

Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi.
Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 10.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 29. - 32. fundar voru samþykktar.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 417. mál - Fiskistofa o.fl. Kl. 09:10
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson, Ástu Einarsdóttur og Baldur P. Erlingsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Önnur mál. Kl. 09:45
Fleira var ekki gert en að kl. 10 mæta nefndarmenn í heimsókn til Landsnets.

6) Heimsókn til Landsnets - kynning á starfseminni. Kl. 10:10
Nefndarmenn heimsóttu Landsnet og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins. Á móti nefndinni tóku Guðmundur Ingi Ásmundsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Sverrir Jan Norðfjörð og Geir A. Gunnlaugsson.

Fundi slitið kl. 12:30