41. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Sigurður Örn Ágústsson (SÖÁ), kl. 08:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jón Vilhjálmsson fyrir hönd ráðuneytisins.

3) 305. mál - raforkulög Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jón Vilhjálmsson fyrir hönd ráðuneytisins.

4) 420. mál - fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ Kl. 09:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Þórð Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) 421. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

6) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

7) Önnur mál. Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20