42. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Guðmund Inga Ásmundsson og Nils Gústavsson frá Landsneti.

3) 305. mál - raforkulög Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Guðmund Inga Ásmundsson og Nils Gústavsson frá Landsneti.

4) 74. mál - jarðalög Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Rebekku Hilmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Svein Runólfsson frá Landgræðslu ríkisins.

5) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Svein Runólfsson frá Landgræðslu ríkisins, Guðmund Inga Guðbrandsson frá Landvernd og Orra Vigfússon frá NASF - Verndarsjóði villtra laxastofna.

6) Önnur mál. Kl. 11:40
Aftur var fjallað um 321. og 305. mál. Ákveðið að halda aukafund í nefndinni daginn eftir til að afgreiða málin.

Rætt var um frekari fundi í nefndinni.

Til umsagnar voru send tvö mál með tveggja vikna fresti:
Veiðar og vinnsla erlendra skipa, 418. mál.
Lax og silungsveiði, 514. mál.

Fundi slitið kl. 12:00