47. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 11:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Samþykktar voru fundargerðir frá 43. og 44. fundi.

2) 421. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Pál Rúnar Mikael Kristjánsson og Ingu Skarphéðinsdóttur frá Félagi atvinnurekenda,
Ara Karlsson og Bjarnfreð Ólafsson frá Logos lögmannsstofu,
Gunnar Val Sveinsson, Sigurð Berndsen og Þorstein Þorgeirsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Þóru Björg Jónsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Helenu Karlsdóttur og Ólöfu Ýrr Atladóttur frá Ferðamálastofu

Kristínu Helgu Markúsdóttur og Daníel Reynisson frá Samgöngustofu

3) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

4) 74. mál - jarðalög Kl. 11:30
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: JónG, PJP, HarB, LRM, ÁsF, KLM (með fyrirvara), ÞórE.

5) Önnur mál. Kl. 11:40
Rætt var um störf nefndarinnar og framkomu við gesti.

Fundi slitið kl. 11:45