48. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. mars 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 45. og 46. fundar voru samþykktar.

2) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Skúla Skúlason.

3) 418. mál - veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 514. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Önnur mál. Kl. 09:50
Rætt var um að fjalla aftur um 74. mál í nefndinni (frv. til breyt. á lögum um jarðalög).

KLM stakk upp á því að fá ráðuneytið á fund vegna athugasemda við frv. til laga um skrán.skyld ökutæki (421. mál). Benti á að lögin um fjármálafyrirtæki væru til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.

Fundi slitið kl. 10:00