54. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson var fjarverandi vegna veikinda.
Jón Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Þórð Hilmarsson frá Íslandsstofu og Guðberg Rúnarsson og Höskuld Steinarsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva.
Björt Ólafsdóttir óskaði eftir að bókað yrði að hún óskaði eftir því að nefndin fengi nánar tiltekin gögn sem lágu til grundvallar hjá nefnd um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og snertu fjárfestingarsamning ríkisstjórnar Íslands og Matorku ehf. Einnig óskaði hún eftir því að nefnd um ívilnanir til nýfjárfestinga kæmi fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins.

2) 514. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga.

3) 418. mál - veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 10:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga.

4) 74. mál - jarðalög Kl. 11:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 451. mál - samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar Kl. 11:30
Málið var tekið út af dagskrá.

6) Önnur mál. Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30