61. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Þorsteinn Sæmundsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 56. og 58. fundar voru samþykktar.

2) 704. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Einar Kristjánsson og Ketil Berg Magnusson.

3) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Gísladóttur og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Gísladóttur og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Staða svína- og alifuglabænda. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um stöðu svína- og alifuglabænda og fékk á sinn fund Björgvin Bjarnason og Geir Gunnar Geirsson svínabændur og Hörð Harðarson formann Svínaræktarfélags Íslands og Jón Magnús Jónsson kjúklingabónda.

6) 514. mál - lax- og silungsveiði Kl. 11:10
Málið var rætt og ákveðið að afgreiða frá nefndinni næst.

7) 421. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið.

8) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál. Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00