80. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Eldar Ástþórsson (EldÁ) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 08:30
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þorstein Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 75., 76. og 78. fundar voru samþykktar.

2) 693. mál - byggðaáætlun og sóknaráætlanir Kl. 08:30
Framsögumaður dreifði nefndaráliti og var málið afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, ÞórE, LRM (með fyrirvara), HarB, ÁsF, EldÁ, KLM, PJP og HBH.
KLM var ekki kominn á fundinn við afgreiðslu málsins en ritar undir nefndarálit skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 694. mál - framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl. Kl. 08:40
Framsögumaður dreifði nefndaráliti og var málið afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, ÞórE, LRM (með fyrirvara), HarB, ÁsF, KLM, PJP og HBH.
KLM var ekki kominn á fundinn við afgreiðslu málsins en ritar undir nefndarálit skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
EldÁ verður með sérálit.

4) 643. mál - innflutningur dýra Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Önnur mál. Kl. 09:30
Formaður benti á að orkufyrirtæki hefðu óskað eftir fundi með nefndinni.

Fundi slitið kl. 09:45