66. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:40
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Hlé var gert á fundinum milli kl. 12:15 og 13:15.

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 61.-63. fundar voru samþykktar.

2) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Þorvald Garðarsson og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda.

3) 692. mál - veiðigjöld Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund: Þorvald Garðarsson og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda,
Gunnar Haraldsson og Jónas Hallgrímsson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Friðjón Ásbjörnsson frá Samtökum smærri útgerða og Pál Guðmundsson og Sindra Viðarsson frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja.

4) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 11:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Alexander Kristinsson, Davíð Frey Jónsson, Unnstein Þráinsson, Ásmund Skeggjason, Baldur Þór Gíslason og Sigurð Hlöðversson fyrir hönd smærri útgerða sem hafa stundað veiðar á makríl með línu og handfærum, Ólaf Arnarson og Þorgrím Ólafsson frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda og Ólaf Jónsson.

5) 704. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 14:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinn um málið og fékk á sinn fund
Frans Veigar Garðarsson, Huldu Sigfúsdóttur, Ragnhildi Sigurðardóttur og Sölva Melax fyrir hönd undirbúningshóp um stofnun samtaka um heimagistingu og skammtímaleigu, Helenu Karlsdóttur frá Ferðamálastofu, Evu Silvernail og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Þóru Björg Jónsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Árnýju Sigurðardóttur og Óskar Ísfeld Sigurðsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

6) Önnur mál. Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30