44. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:40
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:40
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:40
Kristján L. Möller (KLM), kl. 11:30
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:10
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.
ÞórE vék af fundi kl. 11.
BjÓ vék af fundi kl. 12.
ÞorS og KLM véku af fundi kl. 12.30 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 38.-40. fundar voru samþykktar.

2) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helga Kjartansson og Valtý Valtýsson frá Bláskógabyggð og Eyþór Arnalds, Ólaf Björnsson og Ómar Ingólfsson fyrir hönd Hagavatnsvirkjunar/Íslensk vatnsorka ehf.,
Bjarna Guðmundsson og Elínu Einarsdóttur frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Skapta Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Kristófer Tómasson frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Guðfinn Jakobsson og Sigþrúði Jónsdóttur frá Sól á Suðurlandi,
Jón Árna Vignisson og Odd Bjarnason frá Veiðifélagi Þjórsár og Hörð Arnarson og Óla Grétar Blöndal Sveinsson frá Landsvirkjun.

3) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 11:55
Ákveðið að málið gangi til þriðju umræðu.
Framsögumaður hyggst leggja fram breytingartillögu um gildistöku.

4) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 12:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins, Skúla Thoroddsen og Guðna A. Jóhannesson frá Orkustofnun og Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku.

5) Önnur mál. Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00