6. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 10:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 10:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:30
Erna Indriðadóttir (EI) fyrir Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:30
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 10:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun 2010/31/ESB er varðar orkunýtingu bygginga Kl. 10:30
Nefndin fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem kynnti tilskipunina fyrir nefndarmönnum og svaraði spurningum.

3) Rannsókn sjóslysa Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um rannsókn sjóslysa vegna sjóslyss út af Aðalvík sl. sumar. Nefndin fékk á sinn fund Björn Frey Björnsson og Sigurberg Björnsson frá innanríkisráðuneyti, Jón Árelíus Ingólfsson og Geirþrúði Alferðsdóttur frá rannsóknarnefnd samgönguslysa, Gunnar Geir Gunnarsson, Kristínu Helgu Markúsdóttir og Jón Bernódusson frá Samgöngustofu og Valmund Valmundsson sem kom fyrir hönd Sjómannasambands Íslands, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Farmanna-og fiskimannasambands Íslands.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00