45. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

RM vék af fundi kl. 10.40.
PJP vék af fundi kl. 11.
ÁsF vék af fundi kl. 11.10.
Þorsteinn Sæmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 680. mál - búvörulög o.fl. Kl. 09:00
Róbert Marshall óskaði eftir að bókað yrði að Björtu Ólafsdóttur, sem nýverið eignaðist tvíbura, væri ekki gert kleift að mæta á fund nefndarinnar og sinna þannig þingskyldum sínum, þar sem breytingar hefðu orðið á fundartíma með litlum fyrirvara en hún hafði áður gert sérstakar ráðstafanir til að geta sótt fundinn.

Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ara Edwald og Pálma Vilhjálmsson frá Mjólkursamsölunni, Arnar Árnason, Gunnar Þorgeirsson, Katrínu Maríu Andrésdóttur, Sigurð Eyþórsson og Sindra Sigurgeirsson frá Bændasamtökum Íslands og Björn Helga Barkarson og Ingveldi Sæmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

3) Meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006. Kl. 12:30
Ákveðið var að nefndin flytti tillögu um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem er dregið frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

4) 457. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 12:35
Málið var afgreitt til þriðju umræðu með breytingartillögu.

5) Önnur mál Kl. 12:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:40