66. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. september 2016 kl. 09:05


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:55
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:05

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi.
BjÓ vék af fundi kl. 10:45.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 66. fundar var samþykkt.

2) 680. mál - búvörulög o.fl. Kl. 09:05
Nefndin ræddi frumvarpið að nýju eftir 2. umræðu og fékk á sinn fund Ólaf Friðriksson og Rebekku Hilmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Benedikt S Benediktsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Stjórn fiskveiða Kl. 10:40
Fjallað var um stjórn fiskveiða, annars vegar um byggðakvóta og hins vegar um ákvæði til bráðabirgða VIII við lög um stjórn fiskveiða.

4) Önnur mál Kl. 11:35
ÞorS spurðist fyrir um hvenær ætti að afgreiða frumvarp í máli 680 um búvörusamninga.
LRM spurði um frv. um dagpeninga sjómanna.

Fundi slitið kl. 11:35