67. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. september 2016 kl. 12:05


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 12:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 12:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 12:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 12:05
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 12:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 12:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 12:05

BjÓ vék af fundi kl. 12:15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 680. mál - búvörulög o.fl. Kl. 12:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og afgreiddi það til þriðju umræðu. Undir nefndarálit og breytingartillögu meiri hlutans rita: JónG, HarB, GJÞ, PJP, ÞorS, ÞórE.

2) Stjórn fiskveiða Kl. 12:40
Ákveðið var að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (ákvæði til bráðabirgða VIII.)

3) Önnur mál Kl. 12:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:45