71. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. september 2016 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE), kl. 10:15
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Þorsteinn Sæmundsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar gafst kostur á að sækja fundinn og komu þau Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Katrín Júlíusdóttir (vék af fundi kl. 10) og Haraldur Einarsson.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 876. mál - raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ólaf Þröst Stefansson og Bergþóru Kristjánsdóttur frá Fjöreggi, félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit (í síma), Nils Gústavsson, Sveri Jan Norðfjörð og Guðjón Axel Guðjónsson frá Landsneti, Önnu G. Sverrisdóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson og Sif Konráðsdóttur frá Landvernd (Sif var á fundinum í síma), Garðar Garðarsson fyrir hönd Norðurþings, Jón Óskar Pétursson frá Skútustaðahreppi og Dagbjörtu Jónsdóttur frá Þingeyjarsveit.

2) 679. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið.

3) 854. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Fundargerðir 64., 67., 68. og 70. funda voru samþykktar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50