77. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson, Björt Ólafsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 679. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

2) 854. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 09:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) 876. mál - raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka Kl. 10:00
Formaður fór yfir nefndarálit um frumvarpið og var það afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit meiri hlutans rita: JónG, HarB, PJP, HöskÞ, ÞórE.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður nefndarinnar, óskaði að bókað yrði:
Ég mótmæli því að málið sé tekið út og tel málið vera þess eðlis að skoða þurfi enn frekar alvarleg álitamál ekki síst stjórnskipuleg álitamál. Enn fremur er beðið eftir svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem lítur að 3. gr. frumvarpsins og snýr að lögum um náttúruvernd. Loks er spurningum ósvarað um hvort brotið sé á skuldbindingum Íslands gagnvart Árósarsamningnum, samningnum um evrópska efnahagssvæðið, Mannréttindasáttmála Evrópu. Jafnframt þarf að fjalla nánar um réttláta málsmeðferð og rétt frjálsra félagasamtaka til að kæra ákvarðanir sem lúta að umhverfismálum.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Undir liðnum önnur mál voru samþykktar fundargerðir 71. og 72. fundar.

Undir sama lið var milli kl. 9.30 og 10.00 rætt um frumvarp sem formaður dreifir sem fjallar um heimildir félagasamtaka til almannaheilla til að fá endurgreiddan tiltekinn kostnað vegna framkvæmda í starfsemi sinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25