1. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 09:30


Mættir:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Gunnar I. Guðmundsson (GIG), kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:30

Sigurður Ingi Jóhannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 09:30
Páll Magnusson var kosinn formaður atvinnuveganefndar.

LRM, LE og GIG óskuðu að bókað yrði:
Við mótmælum þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum af hálfu meiri hlutans að ganga ekki til samkomulags við minni hlutann um skipan í fastanefndir og forystu þeirra sem hefði endurspeglað þann minnsta mögulega meiri hluta sem stjórnin hefur. Samkomulag um framangreint hefði vissulega kallað á gott samstarf og samvinnu þvert á flokka í þingstörfunum framundan.
Þessi vinnubrögð eru ekki í takt við yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar um samstarf og samvinnu og bætt vinnubrögð á Alþingi

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson var kosinn 1. varaformaður atvinnuveganefndar og Hanna Katrín Friðriksson var kosinn 2. varaformaður nefndarinnar.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Rætt var um störf nefndarinnar framundan, s.s. um heimsóknir til stofnana og samtaka, kynningu ráðherra á þingmálum, mögulega kynningu Hafrannsóknarstofnunar fyrir nefndinni og um hvort nefndin ætti að myndi kynna sér stöðuna um verkfall sjómanna.

Fundi slitið kl. 10:00